• Slökkviliðið kom og heimsótti krakkana í Regnbogahóp í dag. Þeir Hörður og Freysteinn fræddu börnin um eldvarnir og hvöttu þau til að verða aðstoðarmenn slökkviliðsins. Kanna hvort ekki væru til staðar reykskynjarar og slökkvitæki, bæði í leikskólanum og heima. Börnin fengu að fræðast um ólík farartæki í umsjón slökkviðiðsins og hlutverk þeirra. Þau fengu að heyra tvær raunverulegar björgunarsögur, í annarri bjargaði slökkviliðið ketti og í hinni bjargaði það páfagauki.020

  Svo fengu börnin að sjá Freystein klæddan í reykköfunarbúning og heyra hljóðið sem kemur þegar hann andar. Þau vita nú að neyðarnúmerið er 1-1-2 og lærðu leið til að muna það. Þau vita að ekki þarf að hræðast slökkviliðsmann í reykköfunarbúning og svo margt fleira.

  Að lokum fengu þau að fara inn í sjúkrabílinn, sjá þar tæki og tól, telja bláu ljósin á sjúkrabílnum og heyra í sírenunni.

  022103034

 • Bleikur dagur föstudaginn 14.október. Allir voru duglegir að mæta í bleiku og krakkarnir á Bala sáu um söngstundina.IMG 2092

 • Regnbogahópur bjó til slátur nú á haustdögum og fræddist um leið um þessa rótgrónu íslensku hefð. Krakkarnir fengu að skera mör og hræra saman blóði, haframjöli og rúgmjöli og svo auðvitað að setja í keppina. Börnin höfðu mjög gaman af subbinu og eru spennt fyrir því að fá svo slátur í matinn í október.

  Haust 2016 243Haust 2016 240Haust 2016 252
  Haust 2016 283Haust 2016 287

 • Sull 089Börnin nutu sín vel í garðinum í dag. Veðrið var gott og tilvalið til sullleikja og drullumalls. Börn elska að sulla í vatni, leikur með sand og vatn er þar að auki einstaklega þroskandi. Sullið býður upp á fjölbreytt tækifæri til náms og þroska.

  Þegar börn leika með vatn og sand eru þau að örva snertiskynið, þau þroska bæði fín- og grófhreyfingar, vatnsleikir veita bæði góða útrás og eru róandi. Í gegnum vatnsleiki þróa börnin samskiptahæfni sína og örva félagsþroska. Þau læra að tjá sig, leysa vanda, skiptast á og að taka tillit til annarra. Í gegnum vatnsleiki eru þau að gera uppgötvanir, framkvæma tilraunir og læra rúm- og stærðfræðileg hugtök.

  Við viljum minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að börnin séu alltaf með pollagalla og stígvél með sér. Þó svo að það sé ekki endilega von á rigningu er samt gaman að fá að sulla. Eins er mikilvægt að gæta þess að öll börn séu alltaf með aukaföt. Jafnvel þau sem eru best búin geta samt blottnað í leik og starfi
  Smile

   

  Sull 098Sull 098


  Sull 094Sull 090

Skoða fréttasafn


Foreldravefur